Appótek
Appótek Garðs Apóteks er vefsíða þar sem þú getur skoðað hvaða lyfseðla þú átt í lyfseðlagáttinni, pantað tiltekt á lyfseðlana, pantað lyf sem fást án lyfseðils, valið um hvort þú sækir lyfin í Garðs Apótek eða lætur senda þér lyfin hvert á land sem er, valið um hvort þú greiðir lyfin í Garðs Apóteki eða greiðir lyfin í Appótekinu, séð lyfjagreiðslutímabil þitt og greiðslustöðu þína á tímabilinu. Öryggisúttekt hefur verið gerð á Appóteki Garðs Apóteks og er úttektin staðfest af Landlæknisembættinu.
Garðs Apótek
Garðs Apótek tók til starfa 27. október 1956 og hefur því starfað í yfir 60 ár. Apótekið var fyrst að Hólmgarði 34, þaðan sem apótekið dregur nafn sitt, en var síðar flutt að Sogavegi 108 þar sem það er nú staðsett. Stofnandi og fyrsti lyfsali Garðs Apóteks var Mogens A. Mogensen og rak hann apótekið til loka árs 1984 er Örn Ævarr Markússon tók við og var lyfsali til loka árs 1997. Jón R. Sveinsson tók þá við apótekinu og rak apótekið til 1. ágúst 2006 er Haukur Ingason keypti apótekið og tók við lyfsöluleyfinu. Haukur Ingason er því fjórði apótekarinn í yfir 60 ára sögu Garðs Apóteks. Eftir 14 ár sem apótekari ákvað Haukur að selja apótekið til Lyf & heilsu og tóku nýir eigendur við apótekinu 1. júní 2021.
Lyfjastofnun
Garðs Apótek hefur heimild lyfjastofnunar til að starfrækja netverslun með lyf en sjá má lista yfir apótek sem hafa slíka heimild hér.